Fjöldi fyrirtækja er nú í áskrift hjá Ávaxtabílnum, sem kemur reglulega í heimsókn í fyrirtæki með úrvals ávexti. Mörg fyrirtæki bjóða uppá ávextina, önnur taka þátt í kostnaði en í sumum tilvikum hafa starfsmenn einfaldlega slegið saman í ávaxtakörfu. Hugmyndin er afar einföld, þið veljið og pantið ávexti - við komum með þá þegar ykkur hentar. En til að auðvelda ykkur að sjá út hvaða magn væri heppilegt, er upplagt að kynna sér flokkinn "ávaxtakarfan" hér á heimasíðunni og reikna sig þannig niður á ákjósanlegt magn.
Þótt Ávaxtabíllinn hafi farið af stað með ávexti, sem skyndibita, að leiðarljósi þá hafa mörg fyrirtæki séð sér hag í því að fá okkur til að sjá um ávexti og grænmeti fyrir eldhús sín og mötuneyti - og er það alveg sjálfsagt mál.
Hlökkum til að heyra í ykkur, með kveðju Haukur, Soffía og Ólafur |