| | | Forsíða | Fyrirtækið | Vörur | Molar |
Fréttir
Fréttabréf
Skráning á póstlista:


Hafa samband
Ávaxtabíllinn er fluttur

Mánudaginn 18. ágúst hóf Ávaxtabíllinn starfsemi í eigin húsnæði að Nýbýlavegi 28 í Kópavogi. Þar með erum við ekki lengur með skrifstofuna innaf dekkjarverkstæði og pökkun og framleiðslu í litlu herbergi hjá matreiðslumeistara heldur með allt og alla á einum stað. Þarf ekki að fara um það mörgum orðum hve þetta er skemmtilegt skref í lífi fyrirtækisins.

Ávaxtabíllinn hefur hálfpartinn prjónað sig áfram frá því að dreifa aðeins heilum ávöxtum - með aðstoð flutnings- og pökkunarfyrirtækis - í að pakka og flytja vöruna sjálfur, auk þess að bjóða uppá veisluþjónustu og framleiðslu á ýmsum vörum úr ávaxta- og grænmetisríkinu fyrir verslanir. Þetta var ansi löng setning. Með haustinu ætlum við svo að prófa að selja heilsurétti (Take away) úr lítilli verslun á Nýbýlaveginum. Þar væru ávaxta- og grænmetisbakkarnir að sjálfsögðu fyrirferðarmiklir en auk þess hollar samlokur, ávaxtadrykkir, skyrdrykkir, pasta og hvaðeina sem okkur dettur í hug, að því gefnu að það sé hollt og gott.

Með bestu kveðju, Haukur og Soffía

Til baka
Fyrirtækjaáskrift:
  Kennitala:  
  Lykilorð:  
   


Hefur fyrirtækið þitt prófað ávaxtaveislubakkana okkar?
 
  Nei
  Nei en langar að prófa
Senda inn svar

Vertu vinur okkar
Ávaxtabíllinn - Ávextir í áskrift
Sími: 517-0110
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is   www.avaxtabillinn.is