| | | Forsíða | Fyrirtækið | Vörur | Molar |
Fréttir
Fréttabréf
Skráning á póstlista:


Hafa samband
Heimilsbíllinn og Brauðbíllinn

Ávaxtabíllinn kynnir nú tvær nýjungar; Heimilisbíllinn og Brauðbíllinn. Ekki er um nýjar bílategundir að ræða, frekar en í tilviki Ávaxtabílsins, heldur eiga þessi nöfn að leggja áherslu á þær fersku sendingar sem fyrirtækið Ávaxtabíllinn stendur fyrir. Sendingar á grænmeti og ávöxtum í heimahús hafa lengi staðið til af okkar hálfu, enda eftirspurnin talsverð. Hins vegar hefur enginn sérstaklega beðið okkur um að dreifa hollu bakkelsi og salati í fyrirtæki á föstudögum, en við ætlum nú að bjóða uppá það samt. Brauðbíllinn fer af stað á föstudaginn 21. október og heimsendingar í vikunni á eftir. Nánari kynning á þessari þjónustu er að finna hér á síðunni undir viðkomandi heitum.

Hinar fersku sendingar Ávaxtabílsins eru nú af ýmsum toga:
1. Dreifing á ávöxtum í áskrift til fyrirtækja og á grænmeti í eldhús og mötuneyti.
2. Framleiðsla á hvers kyns ávaxta og grænmetisbökkum.
3. Veisluþjónusta
4. Dreifing á ávaxtakökum, brauðbollum og hollustu salati til fyrirtækja
5. Dreifing á ávöxtum, grænmeti og sérframleiðslu til heimila

Við hlökkum til að heyra í ykkur, með kveðju frá starfsfólki

Til baka
Fyrirtækjaáskrift:
  Kennitala:  
  Lykilorð:  
   


Hefur fyrirtækið þitt prófað ávaxtaveislubakkana okkar?
 
  Nei
  Nei en langar að prófa
Senda inn svar

Vertu vinur okkar
Ávaxtabíllinn - Ávextir í áskrift
Sími: 517-0110
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is   www.avaxtabillinn.is