| | | Forsíða | Fyrirtækið | Vörur | Molar |
Fréttir
Fréttabréf
Skráning á póstlista:


Hafa samband
Jibbý jei - það er kominn Brauðbíll í bæinn
Brauðbíllinn fór af stað í morgun

Fyrstu sendingarnar frá Brauðbílnum fóru í morgun og er það prýðilega sögulegur atburður í lífi lítils fyrirtækis.

Hér á síðunni, undir Brauðbílnum er brauðkarfan sem reiknar út hæfilegan skammt. Í brauðkörfunni fær hver starfsmaður eina ávaxtaríka og sykursnauða ávaxtaköku (muffins) og eina snarholla brauðbollu, sneisafulla af kornum, fræjum og trefjum. Auk þess er hann hluthafi í hollustu-salati að hætti hússins. Þegar reiknivélin hefur látið af störfum, er svo hægðarleikur að snyrta pöntunina til eftir þörfum.

Dreifingin fer fram kl. 8 til 10 um morguninn. Þeir sem hafa verið hjá okkur í ávaxtakörfunni þekkja fyrirkomulagið því Brauðbíllinn virkar eins. Fyrirtæki gerast áskrifendur að brauðkörfu (orð yfir pöntunina) og hún kemur á hverjum föstudagsmorgni nema annað sé tekið fram. Það er líka hægt að panta í eitt skipti í einu, en áskriftin er bara svo sneddí eins og einu sinni var sagt. Reikningur er svo sendur í lok hvers mánaðar. Á hverjum föstudegi er aðeins boðið uppá eina ávaxtaköku, eina tegund af brauðbollu en 3 tegundir af salati. Í vikunni á eftir breytum við svo til og svo koll af kolli.

Brauðbílnum er ekki bara ætlað að taka ómakið af starfsmönnum, við þessa fæðuöflun, heldur að gera veisluna eins holla og mögulegt er. Við bjóðum uppá ávaxtakökur (muffins); epla, banana, gulróta, rabarbara og fleiri til. Sykursnauðar og sneisafullar af þeim ávöxtum sem þær heita eftir. Líka brauðbollur - sykurlausar heilhveitibollur, sem eru hlaðnar kornum og fræjum. Bæði bollurnar og kökurnar eru sérstaklega bakaðar fyrir Ávaxtabílinn af Kökubankanum og eru afrakstur heilmikilla hollustupælinga. Við toppum þessar sendingar svo með hollustusalati, sem við gerum sjálf; rækjusalat, túnfiskssalat og hummus. Túnfiskur, rækjur og baunir eru uppistaðan í hverju salati fyrir sig - um 60% af þy n gd rækusalatsins eru t.d. stórar rækjur.. Við notum 10% sýrðan rjóma og kotasælu í stað mæjónessins og rekum smiðshöggið með fersku kryddi. Einnig erum við með óvenjulega gott kaffi og svo flýtur ofaná körfunni, eins lítið óhollur sprauturjómi og hægt er að fá.

Ekki orð um það meira en hollustu kveðjur frá okkur hjá Ávaxtabílnum, Brauðbílnum, Heimilisbílnum - eða hvað hann nú heitir þessi annars ágæti bíll.

Haukur & Soffía

Til baka
Fyrirtækjaáskrift:
  Kennitala:  
  Lykilorð:  
   


Hefur fyrirtækið þitt prófað ávaxtaveislubakkana okkar?
 
  Nei
  Nei en langar að prófa
Senda inn svar

Vertu vinur okkar
Ávaxtabíllinn - Ávextir í áskrift
Sími: 517-0110
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is   www.avaxtabillinn.is