| | | Forsíða | Fyrirtækið | Vörur | Molar |
Fréttir
Fréttabréf
Skráning á póstlista:


Hafa samband
Hann á afmæli í dag

3. maí 2004 fór fyrsta sendingin frá Ávaxtabílnum og lítum við því á 3. maí sem afmælisdag fyrirtækisins. Í upphafi voru tveir starfsmenn og eingöngu sýslað með óunna ávexti til dreifingar í fyrirtæki. Pökkun og dreifing var keypt frá samstarfsfyrirtæki.

Í dag eru 7 starfsmenn hjá Ávaxtabílnum. Upphaflega útgerðin er enn þungamiðjan í rekstrinum en framleiðsla á hvers kyns ávaxta og grænmetisbökkum er orðin fyrirferðarmikil enda höfum við bryddað uppá ýmsum nýjungum á því sviði. Veisluþjónustan fer einnig vaxandi og augljóst að hollur kostur á sífellt meira uppá veislu- og fundarpallborðin hvort sem um fyrirtæki eða einstaklinga er að ræða.

Á öðru ári fyrirtækisins hófum við að keyra út hollustuvörur til heimila. Ekki bara ávexti og grænmeti heldur ýmsar aðrar vörur sem tengjast hollustu. Sú starfsemi fer vaxandi því fleiri og fleiri eru að átta sig á því að þennan kost grípur fólk ekki svo glatt út í búð.

Með hollustuandann að vopni, opnuðum við svo Heilsusjoppu í bækistöðvum okkar á Nýbýlavegi. Þar erum við að láta draum rætast um hollan skyndibita sem auðvelt er að grípa með sér.

Loks sendum við Brauðbílinn út á föstudögum með hollustukökur og brauð ásamt salatinu okkar. Þeir sem hafa fengið þessar sendingar hafa komist á bragðið enda bæði gott og hollt.

Í svona brautryðjendastarfi er oftast ekki á vísan að róa. Við erum því þakklát fyrir þau góðu viðbrögð sem við höfum fengið hjá viðskiptavinum frá fyrsta degi og vonum að við eigum hollustusamleið um ókomna tíð.

Með kveðju frá Ávaxtabílnum

Til baka
Fyrirtækjaáskrift:
  Kennitala:  
  Lykilorð:  
   


Hefur fyrirtækið þitt prófað ávaxtaveislubakkana okkar?
 
  Nei
  Nei en langar að prófa
Senda inn svar

Vertu vinur okkar
Ávaxtabíllinn - Ávextir í áskrift
Sími: 517-0110
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is   www.avaxtabillinn.is