| | | Forsíða | Fyrirtækið | Vörur | Molar |
Fréttir
Fréttabréf
Skráning á póstlista:


Hafa samband
Ávaxta- og grænmetissafi og Alzheimer

Safaríkt tilboð

Safapressan svakalega, uppskriftarbókin orkumikla og fullt af ferskum ávöxtum. Aðeins 18.900 kr. og heimkeyrsla innifalin.

Innifalið í tilboðinu eru 5 kg af ávöxtum og grænmeti sem allt henta pressunni vel. Auk þess bókin, Endalaus orka, sem hefur að geyma 200 bráðhollar uppskriftir af ávaxta- og grænmetissöfum.

Þú ferð inná www.avaxtabillinn.is og pantar pressuna og aðrar vörur í vefverslun HEIMILISBÍLSINS. Panta þarf fyrir miðnætti á miðvikudegi og vörurnar eru svo keyrðar heim til þín seinnipart fimmtudags.

Safapressan frá Solis hefur slegið í gegn. Hún tekur ávexti og grænmeti í heilu lagi og skilur að hrat og safa - þannig er epli t.d. meðhöndlað með hýði og kjarna og skilar hreinum eplasafa eins og hreinn safi á að vera. Gulrætur, perur, tómatar, appelsínur, ber, mangó, kiwi, ananas, blómkál, salat, sellerí, melónur ..... - þetta er allt leikur einn í Solis safapressunni sem hentar jafnt í vinnunni sem heima. Á heimasíðu Ávaxtabílsins www.avaxtabillinn.is er myndband með safapressunni sem segir alla söguna.

Blandari frá Solis
Verð 10.900 kr. 3 kg af ávöxtum fylgja með.
Þetta er hörkublandari, 500w úr burstuðu stáli og með 1,3 L glerkönnu. Það er ekki sama hvernig þessir blandarar eru f þeir eiga að geta eitthvað.

Við kveðjum með greininni og hvetjum ykkur til að láta undan pressunni - þið sjáið ekki eftir því

Tækni & vísindi | mbl.is | 31.8.2006 | 18:16

Ávaxta- og grænmetissafi kann að bægja Alzheimer frá

Rannsókn, sem greint er frá í septemberhefti tímaritsins The American Journal of Medicine bendir til að neysla á ávaxtasafa eða grænmetissafa gæti komið í veg fyrir öldrunarsjúkdóminn Alzheimer.

Um 2000 manns tóku þátt í rannsókninni undir stjórn Qi Dai, prófessors í Vanderbilt-háskólanum í Tennessee. Sýndu niðurstöðurnar, að hættan á að fá Alzheimer var um 76% minni hjá þeim sem drukku ávaxta- eða grænmetissafa oftar en þrisvar í viku.

Meðal þeirra sem drukku safa einu sinni í viku minnkaði hættan um 16%.

Rannsóknin hófst árið 1991 í Seattle í Washingtonríki og var fylgst með 1836 einstaklingum, sem ekki höfðu nein merki um hrörnunarsjúkdóma. Fylgst var með fólkinu og það svaraði spurningum reglulega um neysluvenjur sínar og lifnaðarhætti og gekkst undir rannsóknir á tveggja ára fresti.

Vísindamenn hafa lengi verið þeirrar skoðunar, að andoxunarvítamín, svo sem C- og E-vítamín og karótin, verndi líkamann gegn Alzheimer og rannsóknin bendir einnig til þess að fleiri efni, svo sem náttúruleg andoxunarefni, sem finnast í safa, tei og víni, hafi sömu áhrif.

Ekki kom fram í rannsókninni að ákveðnar tegundir safa hefðu meiri áhrif í þessi tilliti en aðrar.

Talið er að um 5,4 milljónir manna í Vestur-Evrópu og 4,5 milljónir Bandaríkjamanna séu haldnir Alzheimer-sjúkdómi.

Til baka
Fyrirtækjaáskrift:
  Kennitala:  
  Lykilorð:  
   


Hefur fyrirtækið þitt prófað ávaxtaveislubakkana okkar?
 
  Nei
  Nei en langar að prófa
Senda inn svar

Vertu vinur okkar
Ávaxtabíllinn - Ávextir í áskrift
Sími: 517-0110
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is   www.avaxtabillinn.is