| | | Forsíða | Fyrirtækið | Vörur | Molar |
Fréttir
Fréttabréf
Skráning á póstlista:


Hafa samband
Hvað segja viðskiptavinir um Brauðbílinn?


Okkur langaði til að breyta til og ákváðum að prufa að fá okkur brauðkörfu frá ykkur. Viðbrögðin voru vægast sagt frábær, við átum eins og aldrei fyrr og gátum ekki hætt. Brauðin fengu þvílíkt lof, þetta eru ein af þeim bestu brauðum sem við höfum smakkað og var þar á meðal miðað við Jóa Fel og önnur álíka vinsæl sælgætisbrauð. Ostarnir, pestóin, hráskinkan sem var algjört æði og allt meðlæti, var fyrsta flokks hráefni. Viljum við hjá Spesar þakka kærlega fyrir okkur og einatt hvetja fólk til að prufa og höfum sagt það hverjum sem við þekkjum þvílíkt sælgæti þetta var. Við komum örugglega til með að fá okkur þetta aftur og aftur........” Umsögn starfsmanna í Spesart skiltagerð:

“Við fengum einmitt brauðkörfu á föstudaginn og vorum mjög ánægð með þetta framtak, það sem við erum þó helst að leita að er hentug leið til að halda utanum morgunmat á hverjum degi fyrir lítinn hóp af 8-12 starfsmönnum.Að öðru leyti þá líst mér nokkuð vel á Brauðbílinn, við hefðum þó viljað meira af hefðbundnu meðlæti en þar sem þetta er nú hugsað, að ég held, til þess að gera fólki dagamun þá skil ég alveg samsetninguna á körfunni.Allavega, þá vorum við sátt og munum að öllum líkindum panta okkur brauðkörfu við hátíðleg tilefni.Heyrumst og gangi ykkur vel. ps. Við erum einnig alveg himinlifandi með Ávaxtabílinn, frábært framtak.”
Davíð Már Bjarnason, frkvstj. Þeir tveir ehf

“Ég hef nú ekki mikið um málið að segja. Þá sjaldan við höfum keypt morgunbrauðið ykkar með meiru, hefur það líkað afbragðs vel og klárast á ótrúlega skömmum tíma. Okkur hefur ekki fundist neitt vanta í pakkninguna og allt verið ferskt og gott. Gott gengi með þetta.”
Ásdís á fréttastofu Sjónvarps.

“Við stelpurnar vorum himinn lifandi yfir þessari líka flottu brauðkörfu sem við fengum senda. Hún leit svo vel út að eftir því var tekið. Fjölbreytnin í fyrirrúmi, það virtist vera endalaust af mat í körfunni og við vorum fram eftir degi að gæða okkur á kræsingunum.”
Lilja Ástudóttir, Hýsing vöruhótel

Til baka
Fyrirtækjaáskrift:
  Kennitala:  
  Lykilorð:  
   


Hefur fyrirtækið þitt prófað ávaxtaveislubakkana okkar?
 
  Nei
  Nei en langar að prófa
Senda inn svar

Vertu vinur okkar
Ávaxtabíllinn - Ávextir í áskrift
Sími: 517-0110
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is   www.avaxtabillinn.is