|
|
3. maí 2008 |
|
Hann er 4 ára í dag
3. maí 2004 horfðum við hjónin á eftir nokkrum litlum sendibílum aka af stað með fyrstu sendingar Ávaxtabílsins. Síðan hafa nokkrir ávextirnir runnið niður í maga á starfsmönnum fyrirtækja og gert þar hin ýmsu góðverk eins og ávöxtum er einum lagið.
Í sjálfu sér er lítið merkilegt við 4 ára afmæli, nema ef vera skyldi í hugum þeirra sem hafa lifað og hrærst með afmælisbarninu nánast alla daga. Fyrir þeim er þetta einfaldlega ein sönnum þess í viðbót, að fyrirtækið er vel- komið til þess að vera.
En það er lífsins ómögulegt fyrir fyrirtæki að eiga afmæli án viðskiptavina og við óskum ykkur því til hamingju með daginn og hver veit nema við höldum bara saman uppá 5 ára afmælisdaginn á næsta ári.
Með kveðju, Haukur og Soffía |
|
Til baka |
|
|
|