| | | Forsíða | Fyrirtækið | Vörur | Molar |
Fréttir
Fréttabréf
Skráning á póstlista:


Hafa samband
Ávaxtabíllinn flytur í Garðabæ
Það vill svo til að um þessi mánaðarmót er slétt ár síðan við tókum okkur upp í Kópavoginum og seldum bækistöðvar okkar þar. Þar var um að ræða um 170 fermetra húsnæði og var vinnslusalurinn búinn að þvinga skrifstofuna út á götu þegar ekki var undan því vikist að gera eitthvað í málinu. Ferðinni var heitið í bækistöðvar íslensku garðyrkjubændanna og hefur fyrirtæki þeirra séð um pökkun og framleiðslu á öllum okkar vörum síðasta árið.

Í Garðabænum snúum við þessari útvistun í innvistun og tökum allar þræði í okkar hendur. Fyrir vikið teljum við okkur betur í stakk búin að sníða þjónustuna að vilja ykkar viðskiptavinanna því allar samskiptaleiðir verða styttri og snaggaralegri.

Fljótlega ætlum við t.d. að bjóða viðskiptavinum okkar - og aðeins þeim - uppá heilsueflingarnámskeið, aðhald, mælingar og fræðslu í samvinnu við Sölva Fannar og fyrirtæki hans, Heilsuráðgjöf, en Sölvi hefur getið sér gott orð á þessu sviði á undanförnum árum. Í þessu samhengi munum við bjóða uppá sérsniðna matarpakka frá Ávaxtabílnum. Meira um þetta von bráðar en þangað flytjum við ykkur okkar bestu kveðjur og snúum okkur að flutningum.

Fyrir hönd ávaxtafólksins, Haukur

Til baka
Fyrirtækjaáskrift:
  Kennitala:  
  Lykilorð:  
   


Hefur fyrirtækið þitt prófað ávaxtaveislubakkana okkar?
 
  Nei
  Nei en langar að prófa
Senda inn svar

Vertu vinur okkar
Ávaxtabíllinn - Ávextir í áskrift
Sími: 517-0110
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is   www.avaxtabillinn.is