| | | Forsíða | Fyrirtækið | Vörur | Molar |
Fréttir
Fréttabréf
Skráning á póstlista:


Hafa samband

Föstudagur er Súpu og samlokudagur hjá Ávaxtabílnum
Súpa vikunnar er Gulrótarsúpa með engifer, hvítlauks og kókosívafi

Holl, öðruvísi og spennandi súpa, sem fær bragðlaukana til að velta hlutunum fyrir sér.

Á hverjum föstudegi bjóðum við fyrirtækum okkar uppá súpu vikunnar - holla, óvenjulega og góða súpu, sem þið fáið ekki hvar sem er.

Með súpunni velur fólk sér svo samloku og þar getur bæði verið um að ræða hollu Ávaxtabílssamlokurnar , með rækjum, túnfiski, kjúklingi eða grænmeti eða Brauðbílssamlokurnar, með rækjum, túnfiski, roastbeef og hangikjöti.

Við stillum verðinu í hóf og bjóðum skammtinn á aðeins 750 kr. þegar 10 manns slá saman. Lágmarksskammturinn af súpu er 5 lítrar og dugar fyrir 10 -15 manns. Súpuskammturinn kostar 3.750 kr. og allar samlokur kosta 375 kr. á þessum glaðhlakkalegu föstudögum.

Panta þarf hjá okkur fyrir kl. 12 á morgun (fimmtudag) og við keyrum svo út á föstudagsmorguninn. Fyrst um sinn er best að panta símleiðis í 5170110 eða senda okkur tölvupóst á avaxtabillinn@avaxtabillinn.is

Með von um magnaðar móttökur

Til baka
Fyrirtækjaáskrift:
  Kennitala:  
  Lykilorð:  
   


Hefur fyrirtækið þitt prófað ávaxtaveislubakkana okkar?
 
  Nei
  Nei en langar að prófa
Senda inn svar

Vertu vinur okkar
Ávaxtabíllinn - Ávextir í áskrift
Sími: 517-0110
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is   www.avaxtabillinn.is