| | | Forsíða | Fyrirtækið | Vörur | Molar |
Fréttir
Fréttabréf
Skráning á póstlista:


Hafa samband
Ávaxtabíllinn er 5 ára

Í bítið mánudaginn 3. maí 2004 fóru fyrstu sendingar Ávaxtabílsins af stað til fyrirtækja. Um var að ræða nokkra sendibíla og einhverja tugi sendinga. Þessar föstu fyrirtækjasendingar áttu síðan eftir að hitta í mark hjá íslenskum fyrirtækjum og fjöldinn fór vaxandi með hverju haustinu og hverri ársbyrjun. Nú á 5 ára afmælinu horfum við hins vegar fram á mikinn samdrátt í þessum fyrirtækjasendingum og er það mjög dapurlegt því þessi útgjaldaliður getur varla hafa verið mjög sligandi.

Við höfum gegnum tíðina fengið mikið hrós fyrir framtakssemina við að koma hollustuvörum á markað. Við vonum að stuðningsmenn okkar haldi stuðningnum áfram með því að versla hollu vörurnar okkar á bensínstöðvum og á öðrum útsölustöðum ásamt því að hvetja sín fyrirtæki til að halda áfram að bjóða uppá ávexti á vinnustaðnum. Ennfremur sendum við alla okkar rétti til fyrirtækja og munum fljótlega kynna fyrirtækjum nýja leið, sem við köllum Hollustubari í fyrirtækjum. Sú hugmynd snýst um að fyrirtæki og starfsmenn geti slegið saman og tryggt þannig að hollir réttir séu alltaf innan seilingar í fyrirtækinu.

Næsti nýi áfangastaður Ávaxtabílsins eru skólarnir. Við tökum nú þátt í útboði vegna skólamatar í öllum skólum Garðabæjar. Við bindum vonir við að okkur verði vel tekið í skólunum, því við eigum í engum vandræðum með að uppfylla þær hollustukröfur sem gerðar eru til skólamatar.

Með afmæliskveðju, Haukur

Til baka
Fyrirtækjaáskrift:
  Kennitala:  
  Lykilorð:  
   


Hefur fyrirtækið þitt prófað ávaxtaveislubakkana okkar?
 
  Nei
  Nei en langar að prófa
Senda inn svar

Vertu vinur okkar
Ávaxtabíllinn - Ávextir í áskrift
Sími: 517-0110
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is   www.avaxtabillinn.is