| | | Forsíða | Fyrirtækið | Vörur | Molar |
Fréttir
Fréttabréf
Skráning á póstlista:


Hafa samband
Göldrótt áhrif ávaxtakörfunnar

Eftirfarandi texti er tekinn úr sænskri skáldsögu sem kom út árið 2005. Textinn lýsir því hvað þessi ávaxtasiður vegur þungt hjá sænskum starfsmönnum og er alveg í takt við þá upplifun sem við hjá Ávaxtabílnum höfum hér á landi. Á Íslandi voru ávaxtakörfurnar víða líka það fyrsta sem var "hagrætt" Nú er spurning hvort þær komi ekki sterkar til baka til merkis um að við séum að reisa okkur við.

Á
vaxtakarfan gerði mikla lukku. Sveitastjórnarskrifstofan átti í viðskiptum við fyrirtæki sem sendi ávaxtakörfu á hverja hæð á hverjum mánudagsmorgni. Körfunni var komið fyrir á borðinu hjá kaffivélinni og starfsfólkið gat fengið sér banana eða epli að vild þegar líða tók á daginn og auka þurfti blóðsykurinn.

Á samdráttar- og niðurskurðartímum varð ávaxtakarfan fyrst til þess að hverfa. Að setjast niður í kaffihorninu síðdegis á mánudegi og sjá ávaxtakörfulaust borð var illur fyrirboði sem vakti fjölskrúðugt, kvíðafullt slúður á göngunum.

Þegar ástandið batnaði birtist ávaxtakarfan á ný . Ávextirnir virtust safaríkari og gómsætari en nokkru sinni fyrr. Það var eitthvað göldrótt við þessi hvörf og endurbirtingar ávaxtakörfunnar, ofuráhrif á tilfinningalíf starfsfólksins og eldsnögg viðbrögðin sem hún kallaði fram.

(Maria Hermansson 2005, Kallinn undir stiganum)

Til baka
Fyrirtækjaáskrift:
  Kennitala:  
  Lykilorð:  
   


Hefur fyrirtækið þitt prófað ávaxtaveislubakkana okkar?
 
  Nei
  Nei en langar að prófa
Senda inn svar

Vertu vinur okkar
Ávaxtabíllinn - Ávextir í áskrift
Sími: 517-0110
avaxtabillinn@avaxtabillinn.is   www.avaxtabillinn.is