Brauðbíllinn er tengivagn við hefðbundna þjónustu Ávaxtabílsins og býður fyrirtækjum uppá bakkelsi með morgunkaffinu eða bröns í hádeginu á föstudögum. Svakaleg súrdeigsbrauð, önnur gæðabrauð og ýmislegt sætmeti frá samstarfsaðilanum Gæðabakstri. Auk þess bjóðum við uppá ýmislegt annað sem gerir sendingarnar að skemmtilegri upplifun fyrir starfsfólk á þessum skemmtilega vinnudegi í aðdraganda helgarfrísins.
Hvernig hljóma egg og síld, hunangsmelóna með hráskinku, camenbert með vínberjum og mandarínum, skonsur með sírópi að ekki sé minnst á þrjár tegundir af dýrðlegum brauðsalötum?
Hér í pöntunarlistanum er hægt að sjá hvað er í boði. Hægt að velja 3 stærðir af brauðkörfum miðað við fjölda starfsmanna og bæta svo við þær úr vörulistanum ef eitthvað þykir vanta.
En að sjálfsögðu er svo hægt að panta hvað sem er úr vörulistanum og setja saman sitt eigið bröns.
er tengivagn við hefðbundna þjónustu Ávaxtabílsins og býður fyrirtækjum uppá bröns á föstudögum. Svakaleg súrdeigsbrauð, önnur gæðabrauð og ýmislegt sætmeti frá samstarfsaðilanum Gæðabakstri. Auk þess bjóðum við uppá ýmislegt annað sem gerir sendingarnar að skemmtilegri upplifun fyrir starfsfólk í hádeginu á þessum skemmtilega vinnudegi í aðdraganda helgarfrísins.
Hvernig hljóma egg og síld, hunangsmelóna með hráskinku, camenbert með vínberjum og mandarínum, klattar með sírópi að ekki sé minnst á þrjár tegundir af dýrðlegum brauðsalötum sem fást hvergi nema í Brauðbílnum. Brokkolísalat, öðruvísi Rækjusalat ásamt Aspas og skinkusalati?
Hér í pöntunarlistanum er hægt að sjá hvað er í boði. Hægt að velja 3 stærðir af brauðkörfum miðað við fjölda starfsmanna og bæta svo við þær úr vörulistanum ef eitthvað þykir vanta.
En að sjálfsögðu er svo hægt að panta hvað sem er úr vörulistanum og setja saman sitt eigið bröns.
Ólíkt ávaxtasendingunum, þá er áskriftarfyrirkomulagið ekki útgangspunktur í þjónustunni hjá Brauðbílnum þótt vissulega sé hægt að merkja sig í áskrift og hafa engar áhyggjur af því að þurfa að panta. Þannig að aðrir en áskrifendur þurfa að skrá sig inn á kennitölu og lykilorði í hvert sinn sem þeir panta. Síðasta pöntun mun þá koma upp og hægt að breyta henni á alla vegu.
Dreifingin fer svo fram á föstudagsmorgnum frá 8.30-12.00. Ef þið viljið hafa hnossgætið með morgunkaffinu, þá komum við í tæka tíð með bakkelsið og þegar því er lokið, snúum við okkur að því að afhenda brönsið fyrir hádegið.
Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á fimmtudegi – daginn fyrir afhendingu.
Lágmarkspöntun er 7.500 kr. + vsk