Fyrirtækið

Ávaxtabíllinn ehf dreifir ávöxtum og grænmeti til fyrirtækja. Auk þess bjóðum við uppá ávaxtaveislubakka.
Ávaxtabíllinn er í eigu Hauks Magnússon

Skrifstofan er opin kl. 9-11.30 Sími 517 0110

Haukur Magnússon frkvstj. GSM: 8200 864
haukur(hjá)avaxtabillinn.is
Heimili: Ármúli 20, 108 Reykjavík
Kennitala: 710815-0380
Rekstarform: ehf
Vsk númer 103226

Fersk sending

Ávaxtabíllinn gengur fyrir slagorðinu, ÁVAXTAÐU BETUR. Það felur í sér ávaxtasendingar til fyrirtækja í áskrift, þar sem sama pöntun er afgreidd viku eftir viku nema henni sé breytt. Þannig geta starfsmenn fyrirtækja gengið að þessum holla skyndibita vísum í vinnunni. Til hliðar við áskriftarformið hafa svo fyrirtæki möguleika á að panta grænmeti fyrir eldhús og mötuneyti og veislubakkana okkar sívinsælu úr ávöxtum og grænmeti.

Hér á heimasíðunni geturðu lesið þér betur til um þjónustuna, m.a. er upplagt að fara í Ávaxtakörfuna undir Vörulistanum til að kynna sér fyrirkomulagið á fyrirtækjaáskriftinni.

Hlökkum til að fá ykkur í ferska hópinn.
Með kveðju frá Ávaxtabílnum

Fyrirkomulag

Þessar sendingar eru hugsaðar sem reglulegar og því um einskonar áskrift að ræða. Við getum aðstoðað við að finna út “rétta skammtinn” sem kemur síðan á þeim degi eða dögum sem eru ákveðnir – þangað til annað er ákveðið.

Í flokknum ÁVEXTIR Í ÁSKRIFT er bæði hægt að fara beint í vörulista eða í ÁVAXTAKÖRFUNA, en þar er reiknivél sem hjálpar til við að finna hæfilegan skammt á fyrirtæki m.v. mannfjölda. Fínt að láta leiða sig þannig áfram í upphafi en síðan er auðvelt að breyta körfunni með því að fara í FYRIRTÆKJAÁSKRFIFT  og breyta körfunni með því að fara inn á kennitölu og því lykilorði sem þið veljið ykkur.
Breytingarnar berast okkur sjálfkrafa.

Pantanir þurfa að berast okkur fyrir hádegi 
síðasta virkan dag fyrir dreifingu .

Fyrirtæki geta líka pantað stökum sinnum (utan áskriftar), ávexti, grænmeti og veislubakka.

Lágmarks sending kostar 4.000 kr. + vsk

Ferskir starfsmenn

Þegar líður á daginn, fer orkan úr mismunandi hollum hádegismat starfsmanna þverrandi. Og þá eru óholl ráð dýr. Margir reyna að halda út daginn án næringar og sumir koma við í fyrirtækissjoppunni. Þessi úrræði geta verið dýru verði keypt því þessir einstaklingar eru ekki bara máttlausir hálfan daginn, heldur mun líklegri til að hreppa hvers kyns pestir og kvilla með tilheyrandi kostnaði fyrir fyrirtækið. Og þá eru góð ráð…… onei, þau eru þrælódýr.

Svo þarf heldur ekkert að líða á daginn – prófaðu að borða bara ávexti og ekkert annað fyrir hádegi og vittu til hvort þú finnir ekki muninn.