Göldrótt áhrif ávaxtakörfunnar

Ávaxtakarfan gerði mikla lukku. Sveitastjórnarskrifstofan átti í sambandi við fyrirtæki sem sendi ávaxtakörfu á hverja hæð á hverjum mánudagsmorgni. Körfunni var komið fyrir við hliðina á kaffikönnunni og starfsfólk gat fengið sér banana eða epli að vild þegar líða tók á daginn og auka þurfti blóðsykurinn.

Á samdráttartímum varð ávaxtakarfan fyrst til þess að hverfa. Að setjast niður í kaffihorninu á mánudegi og sjá ávaxtakörfulaust borð var illur fyrirboði sem vakti fjölskrúðugt , kvíðafullt slúður á göngunum.

Þegar ástandið batnaði birtist ávaxtakarfan á ný. Ávextirnir virtust safaríkari og gómsætari en nokkru sinni fyrr. Það var eitthvað göldrótt við þessi hvörf og endurbirtingar ávaxtakörfunnar, ofuráhrif á sálarlíf starfsfólksins og eldsnögg viðbrögðin sem hún kallaði fram.

Textinn er tekinn úr sænskri sögu sem kom út árið 2005 eftir Mari Hermanson, Kallinn undir stiganum.

Lýsir því sem við hjá Ávaxtabílnum höfum upplifað hér á landi síðustu 16 ár. Spurning um að kalla þær til leiks þegar hjólin fara að snúast hjá okkur aftur.