Í dag eru 15 ár liðin frá því Ávaxtabíllinn renndi úr hlaði. Hugmyndin fékk strax góðan hljómgrunn hjá fyrirtækjum og fyrirtækið óx og dafnaði.
Á sama tíma jókst ávaxtaneysla landsmanna og er í okkar huga alveg klárt, að athafnasemi okkar hefur eitthvað með það að gera.
Á leið okkur okkar hafa bæði verið brekkur og beinar brautir. Í kreppunni þótti mönnum þetta upplagt hagræðingaratriði og í kjölfarið minnkuðu viðskiptin umtalsvert. Jafnvel þótt þessi kostnaðarliður væri óverulegur í bókhaldi fyrirtækja, en ánægja starfsmanna hins vegar umtalsverð. Þetta er nú sem betur fer að breytast með hækkandi sól í huga landsmanna.
Við þökkum öllum viðskiptavinum fyrir viðskiptin og vonum til að halda ykkur sem lengst í ávaxtaliðinu og að nýir bætist við.
Með kveðju frá Hauki