Göldrótt áhrif ávaxtakörfunnar

Eftirfarandi texti er tekinn úr sænskri skáldsögu sem kom út árið 2005. Textinn lýsir því hvað þessi ávaxtasiður vegur þungt hjá sænskum starfsmönnum og er alveg í takt við þá upplifun sem við hjá Ávaxtabílnum höfum hér á landi. Á Íslandi voru ávaxtakörfurnar víða líka það fyrsta sem var “hagrætt” Nú er spurning hvort þær komi ekki sterkar til baka til merkis um að við séum að reisa okkur við.

Ávaxtakarfan gerði mikla lukku. Sveitastjórnarskrifstofan átti í viðskiptum við fyrirtæki sem sendi ávaxtakörfu á hverja hæð á hverjum mánudagsmorgni. Körfunni var komið fyrir á borðinu hjá kaffivélinni og starfsfólkið gat fengið sér banana eða epli að vild þegar líða tók á daginn og auka þurfti blóðsykurinn.

Þessi örlætisvottur yfirmanna var metinn sem sjaldgæf – já ef ekki einu — fríðindin sem að flestir töldu sig hafa notið frá því að þeir byrjuðu að vinna á staðnum. Af þessum sökum hafði ávaxtakarfan mikið táknrænt gildi og miðlæg staðsetning henna á kaffiborðinu var tilefni fyrir alls konar vangaveltur. Bananar voru vinsælastir og kláruðust alltaf fyrst. (lengst entust appelsínurnar sem þurfti að flysja og klístruðu puttana.) og þau rifust hálfvegis í gríni og hálfvegis í alvöru, eins og öfundsjúk systkini um hve marga banana hvert þeirra mætti fá.

Á samdráttar- og niðurskurðartímum varð ávaxtakarfan fyrst til þess að hverfa. Að setjast niður í kaffihorninu síðdegis á mánudegi og sjá ávaxtakörfulaust borð var illur fyrirboði sem vakti fjölskrúðugt, kvíðafullt slúður á göngunum.
Á samdráttar- og niðurskurðartímum varð ávaxtakarfan fyrst til þess að hverfa. Að setjast niður í kaffihorninu síðdegis á mánudegi og sjá ávaxtakörfulaust borð var illur fyrirboði sem vakti fjölskrúðugt, kvíðafullt slúður á göngunum.
Nú hafði kaffiborðið verið körfulaust í margar vikur. Viðbrögðin voru róleg í fyrstu. Það tók alltaf svolítinn tíma að koma rútínunni í gang eftir sumarleyfin. En eftir að hafa spurst fyrir hjá ritara sveitastjórans lá allt ljóst fyrir; áskriftinni að ávaxtakörfunni hafði verið sagt upp um ófyrirsjáanlegan tíma. (Maria Hermansson 2005, Kallinn undir stiganum)