Ávextir á morgnana

Ávextir á morgnana​

Í bókinni “Fit for life” sem í íslenskri þýðingu heitir “Í toppformi” er lögð lína að ákveðnum næringarlegum lífsstíl – einum af ótalmörgum. Þar er m.a. lagt til að kolvetna og próteins sé ekki neytt saman, en þeir sem hafa lesið aðra vinsæla bók, “Body for life” þekkja þær áherslur sem höfundur leggur einmitt á að blanda þessum næringarefnum saman. Svona er nú heimur næringarfræðinnar torskilinn og vandrataður. Hugsandi fólk þarf hins vegar að meta þessar kenningar sjálft og velja úr þeim það sem það telur viturlegt og sé þess virði að prófa. Höfundar fyrrnefndu bókarinnar mæla með því að ávextir séu borðaðir á fastandi maga því þannig fari þeir óhindraðir í gegnum meltingarveginn og nýtist líkamanum best.Þau segja ennfremur að skipta megi “fæðuhringnum í þrennt; næringu, nýtingu og hreinsun. Fyrir dagvinnufólk sé þetta þannig að frá kl.tólf á hádegi til átta

á kvöldin sé næringartíminn, við taki nýtingartíminn og frá klukkan fjögur að morgni til hádegis sé kerfið að losa sig við það sem ekki er talið nýtilegt. Í þessu lokaferli sé óráðlegt að trufla líkamsstarfsemina með þungmeltum mat en hins vegar sé í fínu lagi að setja í sig vel af ávöxtum vegna þess hve þeir eru auðmeltir. Þetta er að sjálfögðu í andstöðu við kenningar um staðgóðan morgunverð, ja eða hvað, eru bananar, epli og appelsínur ekki prýðilega staðgóðar? Látið reyna á þetta í nokkra daga – þetta virkar alveg í hvelli.