Ástæðan fyrir því að flestum finnast ávextir góðir, er sú að líkamar okkar hafa innbyggða þörf fyrir þá – líkaminn kallar á þessa litríku lyktar-og bragðgóðu orkubolta. Ávextir eru líklega orkuríkasta og gagnlegasta fæða sem við getum látið í okkur og að mati flestra fræðimanna eina fæðan sem mannslíkaminn er hannaður fyrir líffræðilega séð. Þannig hafa rannsóknir sýnt að forfeður okkar höfðu ekki kjöt, fræ eða jurtir sem uppistöðu í fæðunni heldur einmitt ávexti.