Höfuðið í bleyti

Það tekur ávexti á bilinu 20-30 mínútur að þjóta í gegnum magann meðan þyngri fæða getur verið frá 3 tímum að meltast og ruslfæði miklu lengur. Alla fæðu þarf að brjóta niður og breyta í þrúgusykur, ávaxtasykur, glyserín, aminósýrur og fitusýrur. Heilinn starfar t.d. eingöngu með þrúgusykri, en svo skemmtilega vill til að ávextir leggja einmitt til málanna óblandaðan þrúgusykur. Það að fá sér safaríkan ávöxt er því eins og að leggja höfuðið í bleyti.