Perur eru meðal allra elstu ávaxa sem menn lærðu að nýta. Margt bendir til að þær hafi vaxið villt á Balkansskaga og Mið – Evrópu og eigi þar að hluta uppruna sinn. Perur voru í hávegum hafðar hjá Forn Grikkjum og Rómverjum og eru eftirminnilegar á myndum af sneisafullum matarfötum frá þessum tíma. Lögun perunnar er misjöfn eftir tegundum, en ekki þykir það nú prýða blessaða mannskepnuna að vera vaxin eins og sú pera sem við þekkjum. Perur henta hugsandi mönnum afar vel og er oft sagt eftir að pera hefur verið borðuð að þá hafi viðkomandi loksins kveikt á perunni.