Vatn er ein af mikilvægustu náttúruauðæfum Íslands. Kristaltærar ár og lækir finna sér farveg um landið vítt og breytt og fá menn til að fá vatn í munninn, bara við tilhugsunina. Það sem meira er, að hugvitssömum mönnum hefur tekist að leiða vatnið inná íslensk heimili og fyrirtæki þar sem nægir að skrúfa frá krana til að fanga svalann.