Vatn eða ávextir

Í sjálfu sér ekki rétt að stilla þessu upp þannig því ávextir eru að mestu leyti vatn. En það má aðeins velta því fyrir sér hugmyndafræðilega – eða fílósófera um hvort er viturlegra fyrir íslensk fyrirtæki, að fá sent til sín vatn eða ávexti. Í suðrænum löndum,langt í burtu, vaxa ávextir á trjánum. Þeir eru týndir, flokkaðir, þeim pakkað og komið í skip eða flugvél sem flytur þá til Íslands – oft með millilendingu á ávaxtamörkuðum. Við komuna hingað eru þeir teknir í ávaxtahús og t.d. í tilviki banana er þeir þroskaðir í sérstökum klefum þangað til þeir eru taldir tilbúnir að fríska uppá landann. Síðan eru pantanir teknar til og Ávaxtabíllinn kemur færandi hendi.

Vatn er ein af mikilvægustu náttúruauðæfum Íslands. Kristaltærar ár og lækir finna sér farveg um landið vítt og breytt og fá menn til að fá vatn í munninn, bara við tilhugsunina. Það sem meira er, að hugvitssömum mönnum hefur tekist að leiða vatnið inná íslensk heimili og fyrirtæki þar sem nægir að skrúfa frá krana til að fanga svalann.