3-4 þroskaðir bananar
2,5 dl All- Bran eða annað trefjaríkt morgunkorn
1 dl matarolía
2 dl sykur
2 egg
5 dl hveiti
1,5 tsk. lyftiduft
0.5 tsk. salt
1. Stappið bananana og blandið All-Bran samanvið. Látið standa í nokkrar mínútur
eða þar til kornið er orðið lint.
2. Þeytið samana olíu, egg og sykur í annarri skál.
3. Blandið bananahrærunni saman við eggjablönduna
4. Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti, hnetum og bætið í deigið.
5. Setjið deigið í smurt aflangt kökuform
6. Bakið á neðstu rim við 180 gráður í eina klukkustund. Kælið áður en brauðið er skorið.