Forsíða 2019-01-03T11:03:50+00:00

Gleðilegt ár og megi hið nýja
bera ykkur ríkan ávöxt

Ávaxtabíllinn er enn eitt árið kominn á fulla ferð. Við keyrum út alla mánudaga og miðvikudaga óskorna ávexti í áskrift, sem starfsfólk Múlalundar sér um að pakka. En svo erum við líka með veislubakka, grænmetisveisla og ávaxtaveisla. Niðurskornir puttabitar sem gott er að narta í.

Eigið gott ár og sendið okkur endilega línu á avaxtabillinn@avaxtabillinn.is ef þið viljið gera eitthvað skemmtilegt með okkur á nýja árinu.

Ávaxtaðu betur